Bílvelta á Suðurlandi: Tvær fluttar með þyrlu

Fimm voru í fólksbílnum. Tvær konur voru fluttar á sjúkrahús.
Fimm voru í fólksbílnum. Tvær konur voru fluttar á sjúkrahús. mbl.is/Þorgeir

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út á Suður­land eft­ir að bíll valt ná­lægt Kirkju­bæj­arklaustri um kl. 20 í kvöld.

Fimm manns voru í bíln­um en tvær kon­ur voru flutt­ar með þyrlunni á Foss­vogs­spít­ala, hinir farþeg­arn­ir gengu út úr bíln­um eft­ir að hann valt.

Þetta seg­ir Frí­mann Bald­urs­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is. 

Bíll­inn er fólks­bíll og hann valt af Suður­lands­vegi mitt á milli Skaft­ár­tungu­veg­ar og Kirkju­bæj­arklaust­urs.

Þyrl­an var ræst út sem ör­ygg­is­ráðstöf­un, önn­ur kon­an var með áverka á höfði en ekki er vitað um áverka hinn­ar kon­unn­ar. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

Miðað við lýsingar lögreglumannsins má gera ráð fyrir að bíllinn …
Miðað við lýs­ing­ar lög­reglu­manns­ins má gera ráð fyr­ir að bíll­inn hafi oltið á þess­um slóðum. map.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert