Bláa lóninu lokað áður en fyrstu gestir mættu

Bláa lónið.
Bláa lónið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bláa lóninu var lokað í morgun áður en fyrstu gestir mættu en stutt er í að hraun úr eldgosinu í Sund­hnúkagíg­um renni yfir Grindavíkurveg.

Helga Árnadóttir, framkvæmdarstjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir í samtali við mbl.is að ákveðið var að loka lóninu áður en að fyrstu gestir myndu mæta, því voru engir gestir í lóninu þegar því var lokað.

Hins vegar fá hótelgestir og starfsmenn hótela Bláa lónsins að dvelja á svæðinu þar til klukkan 11. 

Helga segir starfsmenn Bláa lónsins vera í góðu sambandi við yfirvöld og verður staðan metin eftir því sem líður á daginn og frekari upplýsingar koma fram.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert