Gleði í Bekkjargöngu Alzheimersamtakanna

Hátt í hundrað manns mættu í fyrstu Bekkjargönguna á vegum …
Hátt í hundrað manns mættu í fyrstu Bekkjargönguna á vegum Alzheimersamtakanna í dag. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta Bekkjargangan á vegum Alzheimersamtakanna fór fram í dag. Bekkjargangan er liður að því að stuðla að líkamlegri og félagslegri virkni.

Þetta segir í tilkynningu frá Alzheimersamtökunum.

Fjólubláir bekkir byrjuðu að sjást víða um landið fyrir tveimur árum sem liður í vitundarvakningu Alzheimersamtakanna.

Hátt í hundrað manns mættu í gönguna, sem byrjaði hjá fjólubláa bekknum við Sundhölll Hafnarfjarðar og endaði á St. Jósefsspítala í kaffi.

Ljóst að þessi viðburður er kominn til að vera,“ segir í tilkynningunni.

Fjólublár bekkur við Gróttu.
Fjólublár bekkur við Gróttu. Ljósmynd/Aðsend
Fyrsta Bekkjargangan hófst við fjólubláa bekkinn við Sundhöll Hafnarfjarðar.
Fyrsta Bekkjargangan hófst við fjólubláa bekkinn við Sundhöll Hafnarfjarðar. Ljósmynd/Aðsend
Gleði í Bekkjargöngunni.
Gleði í Bekkjargöngunni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka