Grunaður um kynferðisbrot á Polar Nanoq

Grænlenski togarinn Polar Nanoq er enn og aftur kominn í …
Grænlenski togarinn Polar Nanoq er enn og aftur kominn í fréttirnar. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Skipverji um borð í grænlenska togaranum Polar Nanoq var í morgun handtekinn vegna gruns um kynferðisbrots.

Ríkisútvarpið kveðst hafa heimildir fyrir þessu en skipið komst í fréttirnar árið 2017 þegar skipverji um borð í Polar Nanoq, Thomas Møller Olsen, myrti Birnu Brjánsdóttur.

Fram kemur í umfjöllun ríkismiðilsins að skipverjinn sé grunaður um að hafa tekið konu um borð í skipið í nótt og brotið á henni kynferðislega.

Grímur Grímsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­reglu, staðfestir við mbl.is að lögreglan sé með mál til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot en vildi ekki tjá sig um það hvort að það tengdist skipverja á Polar Nanoq.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert