Hraun skríður upp á varnargarðinn í Svartsengi

Sjá má hraunið sem komið er yfir varnargarðinn niðri í …
Sjá má hraunið sem komið er yfir varnargarðinn niðri í hægra megin á myndinni. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Hraun hefur skriðið upp á varnargarðinn í Svartsengi. Almannavarnir segjast munu grípa til ráðstafanna sé þeirra þörf.

Fyrr í dag rann hraun í þriðja sinn yfir Grindavíkurveg norðan varnargarðanna við Svartsengi þegar hrauntjörn brast.

„Staðan er sú að það er mjög vel fylgst með stöðunni og framvindunni á hrauninu,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna í samtali við mbl.is.

Á drónamynd má sjá hraunið sem hefur náð upp á …
Á drónamynd má sjá hraunið sem hefur náð upp á varnargarðinn. mbl.is/Hörður Kristleifsson

„Við erum að fylgjast með og það verður gripið til ráðstafana um leið og við teljum þörf á því og ef það þarf,“ segir Hjördís.

„Það eru endalaus samskipti á milli viðbragsaðila, Veðurstofu Íslands og þeirra sem koma að þessu. Við erum með dróna á lofti og augu á staðnum og það er mjög vel fylgst með,“ segir hún að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka