„Í dag verður mun skaplegra veður en að undanförnu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Norðlæg átt er ríkjandi, víða 5-13 m/s. Búast má við rigningu eða slyddu við sjávarmál norðan- og austanlands, en snjókomu inn til landsins. Smám saman dregur úr ofankomu.
Þá verður bjart með köflum sunnan heiða. Hægari vindur og víða þurrt seinnipartinn.
Hiti verður á bilinu 2 til 6 stig á Norður- og Austurlandi, en 7 til 13 stig sunnan- og vestantil.
Á morgun verður fremur hægur vindur, víða léttskýjað um landið sunnanvert og þokkalegar hitatölur þar sem sólar nýtur. Svalara nyrðra en batnar allvíða þar seint á morgun.