Myndir: Hraun yfir Grindavíkurvegi

Nálægð hraunsins við Svartsengi sést vel á myndinni.
Nálægð hraunsins við Svartsengi sést vel á myndinni. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Hraun rennur nú yfir Grindavíkurveg, norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hörður Kristleifsson ljósmyndari, sem heldur úti Instagram-reikningnum @h0rdur, tók þessar myndir fyrir mbl.is kl 12.30. 

Hrauntjörn brast í morgun og í kjölfarið streymdi hraun hratt í áttina að veginum. Bláa lóninu var lokað áður en fyrstu gestir dagsins mættu. 

Hraunið náði veginum síðan klukkan 10.40, en þegar var búið að loka varnargarði við Svartsengi til þess að verja innviði. 

Þetta er í þriðja sinn sem hraun rennur yfir veginn á þessum slóðum, samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar. 

Þetta er í þriðja sinn sem hraun rennur yfir veginn …
Þetta er í þriðja sinn sem hraun rennur yfir veginn á þessum slóðum. mbl.is/Hörður Kristleifsson
Vegurinn séður úr lofti.
Vegurinn séður úr lofti. mbl.is/Hörður Kristleifsson
Varnargarðinum var lokað strax í morgun.
Varnargarðinum var lokað strax í morgun. mbl.is/Hörður Kristleifsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka