Tugir milljóna í herferð um rafskútur

Rafskútur hafa átt auknum vinsældum að fagna síðustu ár.
Rafskútur hafa átt auknum vinsældum að fagna síðustu ár. mbl.is/Hari

Samgöngustofa eyddi á síðasta ári tæpum 27 milljónum króna í að kynna herferðina Ekki skúta upp á bak sem er ætlað að efla vitund fólks um ábyrgð sína við akstur rafhlaupahjóla eða rafskúta.

„Ég missti hreinlega andlitið þegar ég sá þessa upphæð. Auðvitað hefur slysum sem tengjast rafskútum fjölgað hrikalega mikið en eftir sem áður vitum við ekki hvort herferð sem þessi skili einhverju í því sambandi,“ segir alþingismaðurinn Berglind Ósk Guðmundsdóttir sem óskaði eftir svörum á Alþingi um kostnað innviðaráðuneytisins og stofnana sem undir það heyra við kynningarmál og fleira.

„Næsta spurning hlýtur að vera hvernig stofnunin ætlar að mæla árangurinn af þessum upphæðum sem fara í þessa herferð. Á tveimur árum er upphæðin orðin 34,5 milljónir samtals,“ segir Berglind.

Hún nefnir fleiri aðgerðir sem setja megi spurningarmerki við eins og að Samgöngustofa eyði 2,5 milljónum í „boost á færslum“ á erlendu miðlunum Facebook, Google og Youtube.

„Það vakti líka athygli mína. Ef við horfum á heildarmyndina þá finnst mér að það þurfi að svara því hvort þetta samræmist markmiðum stofnunarinnar. Er eðlilegt að dæla út peningum skattgreiðenda í verkefni eins og þessi? Á þessum tímapunkti er reynt að finna leiðir til að spara en fleiri en ein stofnun hefur farið í þvílíkar kynningarherferðir. Í ráðuneytunum hlýtur fólk að velta fyrir sér hvort þetta sé þess virði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert