Yfirlitsmynd: Sjáðu fjarlægðina frá innviðum

Hraun rann yfir Grindavíkurveg í dag.
Hraun rann yfir Grindavíkurveg í dag. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Á nýrri 360 gráða yfirlitsmynd frá Herði Kristleifssyni ljósmyndara sést umfang hraunbreiðunnar frá eldgosinu við Sundhnúkagíga skýrt og greinilega.

Hraun­breiðan er nú aðeins 800 metr­um frá Njarðvíkuræðinni og fær­ist hægt og rólega nær.

Flat­ar­mál hraun­breiðunn­ar er orðið 8,6 fer­kíló­metr­ar og rúm­mál um 36 millj­ón rúm­metr­ar.

Hin ýmsu ör­nefni í grennd við gosið hafa verið merkt inn á mynd­ina, sem má skoða gagn­virkt hér að neðan.

Gosið staðið yfir í tíu daga

Tíu dag­ar eru síðan að eld­gosið hófst og frá því 4. júní hef­ur aðeins einn gíg­ur verið virk­ur.

Hraun frá hon­um renn­ur að aðallega til norðvest­urs í átt að Sýl­ing­ar­felli þar sem hraun­breiðan þykkn­ar, en þaðan eru virk­ir hraun­straum­ar norður fyr­ir Sýl­ing­ar­fell.

Hraun renn­ur nú yfir Grinda­vík­ur­veg, norðan varn­argarðanna við Svartsengi. 

Hraun rann yfir Grindavíkurveg fyrr í dag.
Hraun rann yfir Grindavíkurveg fyrr í dag. mbl.is/Hörður Kristleifsson
Þetta er í þriðja sinn sem hraun rennur yfir veginn …
Þetta er í þriðja sinn sem hraun rennur yfir veginn á þessum slóðum. mbl.is/Hörður Kristleifsson
Varnargarðinum var lokað strax í morgun.
Varnargarðinum var lokað strax í morgun. mbl.is/Hörður Kristleifsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert