Allt að 16 stiga hiti í dag

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í dag verður norðlæg eða breytileg átt ríkjandi, 3-10 m/s. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að ekki er ólíklegt að hafgolan geri sig gildandi þar sem sólar nýtur. Búast má við norðvestanátt austast á landinu.

Léttskýjað sunnan- og vestantil, en annars fremur skýjað og líkur á stöku skúrum.

Það verður frekar svalt á Norðausturlandi með 3 til 8 stigum, en hiti 8 til 16 stig í öðrum landshlutum, hlýjast sunnanlands.

Á morgun og þriðjudag verður fremur hæg breytileg átt. Bjart um mest allt land en við sjávarsíðuna eru líkur á þokulofti, einkum austantil. Hiti 9 til 14 stig að deginum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert