Gætu þurft að koma bændum til stuðnings

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bændur hafa margir áhyggjur af mögulegum uppskerubresti sökum kals í túnum og óvenjulega slæmu veðri í byrjun júní. Matvælaráðherra segir mögulegt að ríkisstjórnin grípi inn í með nokkrum hætti.

„Ríkisstjórnin er meðvituð um að það gæti þurft að koma til einhvers stuðnings þar og alveg ljóst að bjargráðasjóður verður að grípa þar inn í,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag. 

Hlutverk sjóðsins er að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð/styrki til að bæta meiri háttar tjón af völdum náttúruhamfara.

Í síðustu viku var greint frá því að settur hafi verið á lagg­irn­ar viðbragðshóp­ur á veg­um stjórn­valda vegna erfiðleika sem skap­ast hafa í land­búnaði vegna kuldatíðar und­an­farið.

Í viðbragðshópn­um sitja full­trú­ar mat­væla- og innviðaráðuneyta, Bænda­sam­tak­anna, Ráðgjaf­armiðstöðvar land­búnaðar­ins, al­manna­varna og lög­reglu­embætt­anna á Norður­landi vestra og eystra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert