Gróðureldar kvikna á fleiri stöðum

Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur.
Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur. mbl.is/Eyþór

Enn slæst slökkviliðið í Grindavík við gróðurelda sem loga vegna eldgossins við Sundhnúkagígaröðina.

„Þetta er sambærilegt, við náum þessu niður og svo kviknar í á nýjum stöðum,“ segir Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is um stöðuna á gróðureldum sem sprottið hafa upp vegna eldgossins.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins aðstoðar

„Við erum með mannskap að störfum í allan dag og fengum aðstoð frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, við fengum nokkra menn inn á tækið og erum búin að vera að brasa við þetta í dag og erum að reyna að halda þessu í skefjum,“ segir hann.

Einar segir að enginn mannskapur hafi verið að störfum í nótt, heldur hafi slökkviliðið hætt störfum seint í gærkvöldi og byrjað aftur snemma í morgun.

„Á meðan það rignir ekki þá verður þetta viðvarandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert