Berjast við sinubruna með ýmsum aðferðum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins útbjó fleti með tækjum og búnaði sem ætlaður …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins útbjó fleti með tækjum og búnaði sem ætlaður er til að slökkvistarfa í sinubruna. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aðstoðað Slökkvilið Grindavíkur í dag við að slökkva í sinu við eldstöðvarnar á Sundhnúkagígaröðinni.

Þetta segir í færslu hjá slökkviliðinu á Instagram.

Tæki og búnaður.
Tæki og búnaður. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

„Hjá þeim hafa margar leiðir verið prófaðar við þessar óhefluðu og erfiðu aðstæður og nokkuð góð reynsla og þekking komin í bankann,“ segir í færslunni.

Í færslunni segir enn fremur að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi útbúið fleti með tækjum og búnaði sem ætlaður er til að slökkva í sinubruna sem reyndist mjög vel í dag.

Sinubruni við eldstöðvarnar.
Sinubruni við eldstöðvarnar. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Hraun og sinubruni.
Hraun og sinubruni. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Margar leiðir voru prófaðar við erfiðar aðstæður.
Margar leiðir voru prófaðar við erfiðar aðstæður. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Góð reynsla og þekking er komin í bankann að sögn …
Góð reynsla og þekking er komin í bankann að sögn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert