13 ungliðahreyfingar fordæma frumvarp ráðherra

Ungliðahreyfingarnar vilja að frumvarpið verði samið í samráði við sérfræðinga …
Ungliðahreyfingarnar vilja að frumvarpið verði samið í samráði við sérfræðinga í útlendingamálum. mbl.is/Hari

Þrettán ungliðahreyfingar fordæma útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ungliðahreyfingunum.

„Við sem ungmenni í landinu höfum verulegar áhyggjur af áframhaldandi neikvæðri þróun núverandi ríkisstjórnar í málefnum útlendinga,“ segir í tilkynningunni.

Gangi gegn því sem er barni fyrir bestu

Krefjast ungliðahreyfingarnar þess að allar lagabreytingar sem séu á dagskrá verði gerðar með mannréttindi að leiðarljósi.

Félögin telja að frumvarpið muni leiða til lengri biðtíma barna til að sameinast fjölskyldu sinni og hugi ekki að því sem sé börnum fyrir bestu.

„Undirrituð félög krefjast þess að ný útlendingalög verða samin í samráði við sérfræðinga í málaflokknum, mannréttindasamtök og hagsmunaaðila. Lög um alþjóðlega vernd verða að vera gerð með mannréttindi að leiðarljósi,“ segir í tilkynningunni.

Félögin sem standa að baki þessu eru eftirfarandi:

  1. Ungheill, ungmennaráð Barnaheilla
  2. Q-félag hinsegin stúdenta
  3. Röskva- samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
  4. Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International
  5. Háskólahreyfing Amnesty
  6. Femínistafélag Háskóla Íslands
  7. Antirasistarnir
  8. Ungir umhverfissinnar
  9. Ungmennaráð UNICEF
  10. Ungmennaráð UN women
  11. Ungt jafnaðarfólk
  12. Ungir píratar
  13. Ungir sósíalistar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka