Árásir á ráðamenn áhyggjuefni

For­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Mette Frederik­sen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og …
For­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Mette Frederik­sen, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Samsett mynd/AFP/mbl.is/Kristinn Magnússon/mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í mínum huga er kjarni máls ekki stig ofbeldis heldur eðli þess og þegar ráðist er á lýðræðislega kjörna fulltrúa er það á sinn hátt árás á lýðræðið sjálft.

Við erum að sjá aukningu í kringum okkur í þessa veru og það boðar einfaldlega aldrei gott,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið um árásina á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á föstudaginn.

Auk árásarinnar í Danmörku var Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, gert banatilræði í síðasta mánuði sem hann lifði af, en einnig hafa t.d. borist tíðindi af því að stjórnmálamenn í Þýskalandi hafi orðið fyrir aðkasti undanfarna mánuði.

Óttast að bregðast þurfi við

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir í samtali við blaðið að árásir af þessu tagi veki upp ugg.

„Þessi árás og aðrar árásir sem hafa átt sér stað á undanförnum misserum gagnvart stjórnmálamönnum í Evrópu eru auðvitað þess eðlis að maður óttast að það þurfi að bregðast við með einhverjum hætti til þess að tryggja öryggi stjórnmálamanna betur,“ segir Birgir.

Birgir talar fyrir mikilvægi góðs aðgengis að stjórnmálamönnum og segir Íslendinga vera lánsama að hérlendis geti stjórnmálafólk lifað eðlilegu lífi þrátt fyrir að gegna hátt settum embættum.

„Það er markmið okkar að við getum áfram lifað hér í góðu og friðsamlegu samfélagi þar sem aðgengi að stjórnmálamönnum er meira en gengur og gerist í stærri þjóðfélögum,“ segir Birgir. Hann bætir við að öll svona atvik valdi því að menn þurfi að vera meira á varðbergi.

Alfarið í höndum lögregluyfirvalda

Spurður hvort einhver áform séu um aukna öryggisgæslu stjórnmálamanna hérlendis segir hann það alfarið vera í höndum lögregluyfirvalda og embætti ríkislögreglustjóra.

Hann bætir þó við að öll svona atvik geri það að verkum að mikilvægt sé að fara yfir öryggismál og meta stöðuna. Þá sé hvað mikilvægast að öryggismál ráðamanna séu stöðugt endurmetin til að tryggja sem mesta öryggið.

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert