Hefja frumkvæðisathugun á netsölu áfengis

Áfengi er nú komið í sölu í íslenskum netverslunum.
Áfengi er nú komið í sölu í íslenskum netverslunum. Ljósmynd/Colourbox

„Við erum bara rétt að byrja,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í samtali við mbl.is, en nefndin hóf í morgun frumkvæðisathugun á netsölu áfengis. 

Sala áfengis í verslunum á netinu hefur vakið athygli að undanförnu og hafa spurningar vaknað um hvort slík netsala sé lögum samkvæm. 

Vænta þess að umfjöllunin taki tíma

Að sögn Þórunnar kallafrumkvæðisathugun á þessu máli á bæði gestakomur og gagnaöflun, en á fundinn í morgun mætti dómsmálaráðherra sem fyrsti gestur. Tekur þá Þórunn fram að málið sé á byrjunarstigi.  

„Það eiga eftir að koma fleiri gestir og ég á von á því að umfjöllunin fái þann tíma sem hún þurfi,“ segir hún og bætir við að ólíklegt málið verði endanlega tekið fyrir áður en sumarhlé þingmanna gengur í garð.  

„Svona frumkvæðisathugun getur tekið tíma og miðað við að við erum komin fram í júní, þá á ég allt eins von á því að við gætum þurft að taka upp þráðinn að loknu sumarhléi,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka