Hiti gæti orðið lítið hærri

Sól og sumar í Hafnarfirði í gær.
Sól og sumar í Hafnarfirði í gær. mbl.is/Arnþór

Í dag er spáð svipuðu veðri og var í gær. Þó verður vindur heldur hægari austan til en hiti gæti orðið örlítið hærri í dag, 8-16 stig, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Á morgun er spáð breytilegri átt 3-8 m/s björtu verði um mest allt land. Líkur eru á þokulofti við sjávarsíðuna framan af degi, hiti 10 til 17 stig.

„Á miðvikudag og fimmtudag verður suðaustanátt með lítilsháttar rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu en annars bjartviðri. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan,“ segir í hugleiðingunum.

Á föstudaginn og um helgina er útlit fyrir að vindur verði hægur. Þá verði úrkomulítið og frekar milt í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert