Ólíklegt að starfsáætlun gangi eftir

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis.
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfsáætlun Alþingis gerir enn ráð fyrir að þingi ljúki á föstudaginn. Birgir Ármannsson, forseti þingsins, telur líklegt að framlengja þurfi þingið.

„Það ekkert launungarmál að þingstörfin gengu frekar seint í síðustu viku. Ég á nú von á því að það bætist við einhverjir dagar, eins og oft er,“ segir Birgir í samtali við mbl.is.

Hversu margir dagarnir gætu orðið, verður bara að koma í ljós, að sögn Birgis. Það gæti skýrst frekar þegar líður á vikuna.

Þarf ekki að vera mikið eftir

Birgir segir mörg mál vera langt komin í afgreiðslu innan nefnda. Jafnframt sé búið að taka fyrir mörg mál í nefndum og geti þau þá verið tekin til umræðu í þingsal.

„Þannig það þarf ekki að vera mikið eftir [af þinginu]. Hins vegar ræður það úrslitum hversu hratt mál ganga fyrir sig á næstu dögum,“ segir Birgir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert