Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk ábendingu um hest sem flúði afgirt svæði og spókaði sig um á Reykjanesbrautinni.
Þegar lögreglu bar að garði hafði vanur hestamaður komið hestinum í taum.
Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar.
Eigandi hestsins gaf sig svo fram við lögreglu.