Bjarni sendir samúðarkveðjur til Malaví

Bjarni með Chilima.
Bjarni með Chilima.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sent samúðarkveðjur til Malaví  vegna andláts varaforseta landsins, Saulos Chilima.

Chilima fórst í flugslysi í gær ásamt níu öðrum.

Heiður að fá að verja tíma með honum

Í yfirlýsingu segir Bjarni slysið mikinn harmleik.

„Mínar dýpstu samúðarkveðjur til fólksins í Malaví vegna þeirra hörmulega missis á dr. Saulos Klaus Chilima. Það var heiður að fá að verja tíma með honum meðan á nýlegri heimsókn til Malaví stóð. Ég var verulega hrifinn af sýn hans og hlýleika. Hugur minn er hjá fjölskyldu hans og allra þeirra sem þetta snertir,“ skrifar Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert