Gasið berst með sólfarsvindum

Hann bendir á að brennisteinsgasið sé þyngra en andrúmsloftið. Mynd …
Hann bendir á að brennisteinsgasið sé þyngra en andrúmsloftið. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

„Brennisteinsgasið hefur áhrif á tærleika loftsins og hversu sterk sólin verður ef sólin nær í gegn.“

Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við mbl.is um þá gosmóðu sem lagst hefur yfir höfuðborgarsvæðið og vestanvert Suðurland. 

Sumarástand

Að sögn Einars hafa borgarbúar ekki fundið mikið fyrir gosmóðu fyrr en núna, þar sem yfirleitt hefur verið hvass vindur á gosstöðvunum og oftast úr norðri.

„Næstu daga og þar á eftir, þegar við erum komin í þetta sumarástand – þegar það er hægur vindur og komnir sólfarsvindar – þá fer gasið að berast til og frá og getur slegið niður bara hvar sem er,“ segir Einar. 

Hann bendir á að brennisteinsgasið sé þyngra en andrúmsloftið og leki niður úr hæð eftir að það hefur dreifst. Getur það gerst í mikilli fjarlægð frá gosstöðvunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka