Gosmóða gæti stefnt í átt að Reykjanesbæ

Gosmóðan hefur gert vart við sig í dag. Mynd úr …
Gosmóðan hefur gert vart við sig í dag. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Gosmóðu er enn þá vart á suðvesturhelmingi landsins en gildi hafa farið lækkandi frá því fyrr í dag.

Þetta segir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

„Í nótt og á morgun þá snýst í svolítið stífa suðaustan átt og þá gæti þetta farið meira í áttina að Reykjanesbæ og út nesið, ekki yfir höfuðborgarsvæðið,“ segir Ingibjörg.

Von sé þó á lægð sem gæti hreinsað loftið að einhverju leyti.

Þá hreinsast loftið

„Á miðvikudag, fimmtudag, er útlit fyrir hérna á suðvesturhorninu suðaustanátt og rigningu, smá úrkomu. Þá hreinsast aðeins loftið og þessu blæs aðeins meira beint út á haf en stefnan er í rauninni þá yfir Reykjanesbæ,“ segir Ingibjörg.

Samkvæmt gasdreifingarspá á að draga hratt úr mengun yfir höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og suðvesturhorninu þegar vindátt snýst í nótt og á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert