Gosmóða mælist ekki á brennisteinsgasmælum

Mengun frá gosinu við Sundhnúkagíga leggur yfir höfuðborgarsvæðið.
Mengun frá gosinu við Sundhnúkagíga leggur yfir höfuðborgarsvæðið. mbl.is/Björn Jóhann

Talsverð gosmengun hefur verið frá eldgosinu við Sundhnúkagíga víða á höfuðborgarsvæðinu og á vestanverðu Suðurlandi í dag.

Á vef Veðurstofunnar segir að hæstu gildi brennisteinstvíoxíð (SO2) á höfuðborgarsvæðinu séu komin yfir 500 míkrógrömm á rúmmetra og viðbúið sé að mengunin verði viðvarandi í allan dag.

Fólk sem er viðkvæmt fyrir í öndunarfærum getur fundið fyrir óþægindum.

Auknar líkur á að gosmóða myndist

„Þegar dagur er langur, eins og nú er, eru því auknar líkur á að gosmóða myndist. Gosmóða mælist ekki á SO2 gasmælum en sést sem blá móða þegar ákveðnum styrk er náð,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á loftgæðamælum Umhverfisstofnunar.

Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert