Hefur sent erindi vegna netsölu áfengis

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðs Íslands. 

Segir þar að þann 5. júní hafi ráðuneytinu borist erindi frá heilbrigðisráðherra þar sem þróun í áfengissölu er sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda.  

Meta þarf hvort starfsemi fari fram erlendis

Innflutningur áfengis til einkanota er leyfilegur, en tekið er fram í erindinu að meta þurfi hverju sinni hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis, en þá er um innflutning til sölu að ræða.

Þá hefur ráðuneytið látið vinna lögfræðiálit um lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi.

Í álitinu er gerð grein fyrir gildandi lagaumhverfi smásölu áfengis á Íslandi og þeim valkostum sem koma til greina varðandi breytingar á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert