Hitinn náð næstum 20 gráðum

Við Kirkjubæjarklaustur.
Við Kirkjubæjarklaustur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Besta veðrið má finna á Suðurlandi í dag samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands.

Hiti hefur mest náð 19,5 gráðum á Kirkjubæjarklaustri og Eldhrauni. Á sama tíma hafa mælst 18,3 gráður á Skaftafelli.  

Veðurguðirnir eru ekki jafn ljúfir á Hauksstöðum í Vesturárdal en þar hefur mælst 3,5 gráða frost í dag. 2,2 gráða frost hefur mælst á Hólasandi og 1,9 gráða frost á Hjarðarlandi í Árnessýslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka