Lægð nálgast landið

Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan 11 í fyrramálið.
Úrkomuspá Veðurstofunnar klukkan 11 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Lægð nálgast landi úr suðvestri í kvöld og það þykknar upp suðvestanlands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Hæðahryggur er á leið austur yfir land og í dag verður fremur hæg suðlæg átt og yfirleitt léttskýjað. Sums staðar verður þokubakkar við ströndina. Hiti 13-18 stig seinnipartinn.

Súld eða rigning öðru hverju

Á morgun verður suðaustan kaldi eða stinningskaldi og súld eða rigningu öðru hverju á Suður- og Vesturlandi, að því er segir í hugleiðingunum.

Annars staðar verður hægari vindur og léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 10-18 stig, hlýjast norðan heiða.

Svipuðu veðri er spáð á fimmtudag „en þó styttir smám saman upp vestanlands og það eru líkur á að hiti nái 20 stigum á Norðurlandi“, segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert