Leikskólabörn ekki send út ef mælar eru rauðir

Tals­verð meng­un frá eld­gos­inu mæl­ist nú víða á höfuðborg­ar­svæðinu og …
Tals­verð meng­un frá eld­gos­inu mæl­ist nú víða á höfuðborg­ar­svæðinu og á vest­an­verðu Suður­landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útivera fellur niður hjá börnum í mörgum af leikskólum höfuðborgarsvæðisins í dag vegna gosmóðu og mengunar frá eldgosinu við Sund­hnúkagíga. 

Tals­verð meng­un frá eld­gos­inu mæl­ist nú víða á höfuðborg­ar­svæðinu og á vest­an­verðu Suður­landi.

Í til­kynn­ingu frá Um­hverf­is­stofn­un á banda­ríska miðlin­um Face­book seg­ir að um sé að ræða brenni­steins­díoxíð og súlfatagn­ir í formi fín­gerðs svifryks.

Leikskólanna að taka ákvörðun eftir mælingum

Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, segir Reykjavíkurborg hafa borist tilkynning frá almannavörnum vegna mengunarinnar.

Sú tilkynning hafi verið áframsend á leikskóla borgarinnar sem taki ákvörðun um útiveru út frá mengunarmælingum á hverjum stað. 

Í Kópavogi, þar sem tveir mælar sýna rautt merki, er staðan jafnframt metin í hverjum leikskóla fyrir sig.

Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill hjá Kópavogsbæ, segir þó að þegar loftgæði séu jafn óholl og nú þá sé einfaldlega ekki farið út. 

Hægt er að fylgj­ast með raun­tíma­mæl­ing­um ým­issa gas­teg­unda á vefn­um loft­ga­edi.is. Þó ber að gera fyrirvara við þær merkingar sem þar sjást, eins og fjallað var um fyrr í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert