Óholl loftgæði á þremur mælum

Skjáskot af vefnum loftgaedi.is klukkan 9.15 í morgun.
Skjáskot af vefnum loftgaedi.is klukkan 9.15 í morgun. Kort/Loftgaedi.is

Þrír loftgæðamælar inni á vef Umhverfisstofnunnar sýna rautt. Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.

Rautt er merki um óholl loftgæði á vefnum og á það við í Sundahöfn í Reykjavík, Kórahverfinu í Kópavogi og í austurhluta Selfoss.

Taka skal fram að mælistöðvar Umhverfisstofnunar mæla ekki allar þá mengun sem um ræðir. Græn gildi á mælum þurfa því ekki að þýða að þar séu loftgæði holl.

Í þessu samhengi ber helst að horfa til gildis brennisteinsdíoxíðs, SO₂.

Hægt er að fylgj­ast með raun­tíma­mæl­ing­um ým­issa gas­teg­unda á vefn­um loft­ga­edi.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert