Rannsaka kynferðisbrot: Útilokar ekki Polar Nanoq

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrot vissulega til rannsóknar hjá lögreglu.

Hann tjáir sig ekki um það hvort rannsóknin beinist að skipverja á Polar Nanoq en tekur aftur á móti ekki fyrir það.

Polar Nanoq. Mynd úr safni.
Polar Nanoq. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Myndi segja ef svo væri ekki

„Það er kynferðisbrotarannsókn í gangi. Kæran varðar kynferðisbrot,“ segir Grímur í samtali við mbl.is.

„Við höfum ekki staðfest neitt um að rannsóknin beinist að Polar Nanoq.“

Myndir þú segja frá því ef rannsóknin beindist ekki að Polar Nanoq?

„Já, ég myndi gera það,“ segir Grímur.

En þú gerir það ekki? 

„Nei, ég geri það ekki.“

Sagði engan liggja undir grun

Greint var frá því fyrr í dag að útgerðar­stjóri Sigguk A/​S seg­ði fregn­ir af meintu kyn­ferðis­broti skip­verja Pol­ar Nanoq, sem sagt var frá í rík­is­út­varp­inu um liðna helgi, vera rang­ar.

Pol­ar Nanoq lagði úr höfn frá Íslandi í gær og að sögn Heilmann voru all­ir skip­verj­ar um borð. Sagði hann engan þeirra liggja und­ir grun um kyn­ferðis­brot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert