Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna vélsleðaslyss sem varð á Skálpanesi suðuaustur af Langjökli. Beiðni barst um klukkan 13 en óskað var eftir aðstoð þyrlunnar fyrir skemmstu.
Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi er sjúkrabíll einnig á leiðinni á staðinn.
Hann kvaðst ekki geta veitt meiri upplýsingar um slysið að svo stöddu.