Síðustu fjögur ár eru aðeins 12 tilvik skráð hjá tollgæslunni þar sem rétthafa er tilkynnt um brot á hugverkaréttindum í vörusendingum hingað til lands.
Þær sendingar hafa meðal annars komið frá Kína, Malasíu og Filippseyjum. Sendingum frá kínverskum netverslunum hefur fjölgað mikið síðustu ár og þar er mikið selt af stolinni hönnun.
Í síðustu viku fjallaði Morgunblaðið um hinn nýja netverslunarrisa Temu en þar á bæ eru meðal annars seldar eftirlíkingar af íslenskri hönnun, dönskum húsgögnum og legókubbum.
Undanþáguákvæði í tollalögum gerir einstaklingum kleift að panta slíkar vörur í litlu magni án þess að þurfa að hafa áhyggjur af afskiptum tollayfirvalda.
Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag.