Heppinn miðaeigandi vann 2,5 milljónir króna er dregið var í Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld.
Á miðanúmer miðaeigandans kom vinningur að upphæð 500 þúsund króna en þar sem hann lumaði á trompmiða þá fimmfaldaðist vinningurinn. Fær því miðaeigandinn 2,5 milljónir króna í vinning.
Aðrir miðaeigendur duttu einnig í lukkupottinn í kvöld. Voru sex einstaklingar sem fengu eina milljón hver um sig og tólf sem fengu hálfa milljón.
Í heildina skipta vinningshafar með sér tæpum 133 milljónum króna.