Vel búin undir allar sviðsmyndir

Hraun frá eldgosinu við Sundhnúkagíga hóf að renna í átt …
Hraun frá eldgosinu við Sundhnúkagíga hóf að renna í átt að virkjuninni á sunnudag, norðan við varnargarðinn við virkjunina og Bláa lónið, þegar hrauntjörn brast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum undir þetta allt saman búin. Allar okkar öryggisráðstafanir miða að því að búa okkur undir það ef að hraun nálgast þessa innviði,“ segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, spurð hvort fyrirtækið hafi áhyggjur af nálægð hraunjaðarins við virkjunina í Svartsengi.

Hraun frá eldgosinu við Sundhnúkagíga hóf að renna í átt að virkjuninni á sunnudag, norðan við varnargarðinn við virkjunina og Bláa lónið, þegar hrauntjörn brast.

Varnagarðar sannað gildi sitt

„Varnargarðarnir eru enn og aftur að sanna gildi sitt, það sést mjög vel á yfirlitsmyndum,“ segir Birna. Hún segir almannavarnir vera með það til skoðunar til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að styrkja þessar varnir enn frekar.

„Við erum í mjög góðu samstarfi og sambandi við almannavarnir,“ segir hún. Birna bendir á að allt sé með felldu í Svartsengi og að starfsemin þar hafi verið með eðlilegum hætti frá því fyrsta gosið af átta hófst árið 2021 í Fagradalsfjalli.

Hún segir að stöðugt sé verið að fylgjast með framgangi mála í samvinnu við almannavarnir.

„Við og allir aðrir hagaðilar á þessu svæði höfum teiknað upp fjölmargar sviðsmyndir og erum undir þær allar búin,“ segir Birna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka