Viðbúið að mengunin verði viðvarandi í dag

Gosmóða yfir borginni. Mynd úr safni.
Gosmóða yfir borginni. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Talsverð mengun frá eldgosinu við Sundhnúkagíga mælist nú víða á höfuðborgarsvæðinu og á vestanverðu Suðurlandi.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun á bandaríska miðlinum Facebook segir að um sé að ræða brennisteinsdíoxíð og súlfatagnir í formi fíngerðs svifryks.

Hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu eru komin yfir 500 míkrógrömm á rúmmetra og viðbúið er að þessi mengun verði viðvarandi í allan dag, að því er segir í tilkynningunni.

Tekið er fram að fólk sem er viðkvæmt fyrir í öndunarfærum geti fundið fyrir óþægindum.

Æskilegt sé að takmarka mikla líkamlega áreynslu utandyra og forðast að láta ungabörn sofa utandyra þegar mengun er svo mikil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert