Vinnuskólanum lokað og börnin inni vegna mengunar

Mengun leggur yfir höfuðborgarsvæðið. Myndin er úr safni og tekin …
Mengun leggur yfir höfuðborgarsvæðið. Myndin er úr safni og tekin í Kópavogi. mbl.is/Unnur Karen

Ákveðið hefur verið að loka vinnuskóla Kópavogs það sem eftir er dags vegna lítilla loftgæða sem rekja má til gosmengunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 

Þar segir jafnframt, að leikskólabörn í bænum verði inni í dag vegna mengunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka