Ákveðið hefur verið að loka vinnuskóla Kópavogs það sem eftir er dags vegna lítilla loftgæða sem rekja má til gosmengunar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.
Þar segir jafnframt, að leikskólabörn í bænum verði inni í dag vegna mengunarinnar.