Enn óvíst hvar ný stöð Sorpu verður

Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður að óbreyttu lokað …
Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður að óbreyttu lokað 1. september. Enn liggur ekki fyrir hvar ný stöð verður byggð. mbl.is/Árni Sæberg

Undirbúningsvinna vegna byggingar nýrrar endurvinnslustöðvar Sorpu í Kópavogi hefur frestast. Útlit er fyrir að ekki liggi fyrir fyrr en í haust hvar henni verði fundinn staður.

Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að vinnu starfshóps sem vinnur að því að finna staðsetningu hafi seinkað og ekki megi vænta niðurstöðu fyrr en síðsumars eða í haust.

Verið sé að skoða stöðuna heildstætt og margir spennandi kostir séu á borðinu.

Óvíst um lokun stöðvarinnar við Dalveg

Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu tilkynntu bæjaryfirvöld í Kópavogi stjórnendum Sorpu það árið 2022 að loka þyrfti móttökustöðinni við Dalveg og skila lóðinni eigi síðar en 1. september 2024. Í kjölfarið var skipaður stýrihópur sem átti að finna nýjan stað fyrir Sorpu.

Hópurinn lagði til að stöðinni yrði fundinn staður við Lindakirkju í Kópavogi og kirkjugarðurinn þar yrði minnkaður um einn hektara til að svo mætti verða.

Þær hugmyndir fengu vægast sagt neikvæð viðbrögð. Því var nýr starfshópur skipaður seint á síðasta ári sem skoða átti málin heildstætt. Til stóð að sú vinna yrði kláruð í vor en verkinu er enn ólokið.

Þar sem fram undan eru sumarleyfi lítur út fyrir að niðurstöður verði ekki kynntar í stjórn Sorpu fyrr en síðsumars eða í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta lokun stöðvarinnar við Dalveg af þessum sökum.

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert