Konur eru ánægðari með Höllu Tómasdóttur, nýkjörinn forseta, heldur en karlar. Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og landsbyggðarinnar eru einnig ánægðari með forsetann en íbúar Reykjavíkur.
Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents, þar sem 63% svarenda segjast ánægðir með að Halla Tómasdóttir hafi verið kjörin forseti Íslands, 24% segjast hvorki ánægðir né óánægðir og 13% segjast óánægðir.
Auk þess eru þau sem kusu Höllu Tómasdóttur, Höllu Hrund Logadóttur og Baldur Þórhallsson ánægðari með forsetann en þau sem kusu Katrínu Jakobsdóttur eða Jón Gnarr.