Fólskuleg árás enn til rannsóknar

Lögreglan er enn með til rannsóknar fólskulega líkamsárás sem átti …
Lögreglan er enn með til rannsóknar fólskulega líkamsárás sem átti sér stað í undirgöngum nærri Árbæjarsafni í byrjun mánaðarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan er enn með til rannsóknar fólskulega líkamsárás sem átti sér stað í undirgöngum nærri Árbæjarsafni í byrjun mánaðarins.

Ráðist var á 18 ára gamlan dreng sem var á leið úr útskriftarveislu og er talið að árásarmennirnir hafi verið sex talsins. Þeir spörkuðu í höfuð, brjóstkassa og maga drengsins þar sem hann lá á jörðinni. Leigubílstjóri kom á vettvang og við það létu árásarmennirnir sig hverfa.

Skýrslutökur og kannað hvort til séu upptökur

„Við erum með málið til rannsóknar og erum að reyna að finna út úr því hverjir árásarmennirnir gætu mögulega verið,“ segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við mbl.is.

Valgarður segir að enginn hafi verið handtekinn en fólk hafi verið kallað í skýrslutöku sem gætu leitt til upplýsinga um málið og þá hafi eins verið kannað hvort til séu einhverjar upptökur af atvikinu.

Hann segir að um fólskulega árás hafi verið að ræða og hún virðist hafa verið algjörlega að tilefnislausu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert