Fyrsta íbúðarhúsnæðið í 27 ár

Mikil uppbygging á sér stað í Fjarðabyggð um þessar mundir …
Mikil uppbygging á sér stað í Fjarðabyggð um þessar mundir vegna mikillar fólksfjölgunar á svæðinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikil uppbygging á sér stað í Fjarðabyggð um þessar mundir vegna mikillar fólksfjölgunar á svæðinu. Hátt í 5.500 manns eru nú búsettir í Fjarðabyggð.

Aron Leví Beck, skipulags- og byggingafulltrúi Fjarðabyggðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil uppbygging hefði átt sér stað frá árinu 2021, en fyrir það hefði verið lítið um lóðaúthlutanir eða byggingarleyfi á svæðinu.

En frá árinu 2021 er búið að byggja, eða eru í byggingu, 37 byggingar, ýmist fjölbýlis-, einbýlis-, par- eða raðhús.

Þá bendir hann á að árið 2021 var byggt fyrsta íbúðarhúsnæðið í Breiðdalsvík í 27 ár, en ekkert íbúðarhúsnæði hafði verið byggt þar síðan árið 1994.

Að sögn Arons eru það ýmist heimamenn, leigufélagið Bríet, sem er í eigu sveitarfélaganna, eða íbúðarfélagið Brák sem helst eru að byggja í sveitarfélaginu.

Aron Leví Beck.
Aron Leví Beck. Ljósmynd/Stefán Pálsson

Fjórðungur landsframleiðslu frá Fjarðabyggð

Aron telur að ein af ástæðunum fyrir auknum fólksflutningum á svæðið sé að í Fjarðabyggð séu miklir atvinnumöguleikar með háum meðaltekjum.

„Þetta er gríðarlegt framleiðslusvæði, hérna búa 5.500 manns og ég held að verg landsframleiðsla í Fjarðabyggð sé ¼ af vergri landsframleiðslu landsins en það búa bara 5.500 manns hérna,“ sagði Aron.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert