Lyklaáhugamenn á bak við brottnámið í Skagafirði

Lyklunum hefur nú verið skilað.
Lyklunum hefur nú verið skilað. Ljósmynd/Skagafjörður-Facebook

Dularfulla lyklahvarfið í Skagafirði hefur verið upplýst. Í ljós kom að ungir lyklaáhugamenn höfðu tekið þá til skoðunar.

Blessunarlega hefur lyklunum að vinnuvélunum nú verið skilað og skagfirskir foreldrar geta nú andað léttar.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Greint er frá því að skagfirsk börn hafi legið undir grun vegna þess að sést hefði til barns á grunnskólaaldri taka lykla úr vinnuvél og hjóla á brott. Í kjölfar atviksins verði skoðað hvernig gengið er frá lyklunum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert