Breytingar á gjaldsvæðum bílastæða í borginni

Breytingarnar voru samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í morgun.
Breytingarnar voru samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breytingar verða gerðar á gjaldsvæðum bílastæða í Reykjavík innan tíðar.

Breytingarnar eiga við um gjaldsvæði 1 og 2, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að talningar á gjaldsvæði 2 frá því árslokum síðasta árs sýni mikla og stöðuga nýtingu bílastæða á jöðrum núverandi gjaldsvæða.

Gjaldtaka við HÍ hefst í haust

Stækkun gjaldssvæðis 1 við Háskóla Íslands kemur til vegna þess að almenn gjaldtaka hefst á bílastæðum við skólann í haust.

Gjaldsvæði 1 verður stækkað á Sturlugötu

Gjaldsvæði 2 verður stækkað á eftirfarandi stöðum:

  1. Aragata
  2. Egilsgata, bílaplan við Hallgrímskirkju
  3. Eiríksgata, bílaplan við Hallgrímskirkju
  4. Oddagata
  5. Seljavegur
  6. Sæmundargata
  7. Vesturgata milli Ánanausta og Stýrimannastígs

Breytingarnar voru samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í morgun.

Áður en farið verður að innheimta gjald verður komið upp viðeigandi merkingum og greiðslubúnaði þar sem þörf er á. Breytingarnar verða kynntar vel áður en gjaldskylda verður tekin upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert