Tveir handteknir á nuddstofu grunaðir um mansal

Grímur Grímsson.
Grímur Grímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í síðustu viku tvo karlmenn á nuddstofu í Reykjavík sem grunaðir eru um mansalsbrot. 

Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var mönnunum sleppt eftir yfirheyrslu. 

„Við erum alltaf að skoða einhver mál sem varða misnotkun og þetta var tilkynning um hugsanleg brot á nuddstofu sem við vorum að fylgja eftir,“ segir Grímur. 

Að sögn Gríms er einn meintur brotaþoli í málinu en viðbúið er að fleiri verði yfirheyrðir í málinu. 

„En við erum með allar upplýsingar sem við þurfum að svo stöddu,“ segir Grímur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert