Umsóknarfrestur til styrkja framlengdur

Ráðuneytið styrkir verkefni sem varða farsæld og samfélagsvirkni barna.
Ráðuneytið styrkir verkefni sem varða farsæld og samfélagsvirkni barna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mennta- og barnamálaráðherra auglýsir eftir umsóknum um styrki frá íslenskum félagasamtökum til verkefna sem varða farsæld og samfélagslega virkni barna.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. 

Umsóknarfresturinn hefur verið framlengdur til föstudagsins 21.júní 2024. 

Hátt í þriggja milljóna króna styrkir

Um er að ræða eins skiptis styrki sem ætlaðir eru sem hluti af innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Því geta félagasamtök sem hljóta styrki á fjárlögum eða eru með samninga við ráðuneytið eða stofnanir þess ekki sótt um styrki af safnliðum fjárlaga fyrir sömu verkefni. 

Miðað er við að styrkfjárhæðir séu á bilinu 200.000 kr. til 3.000.000 kr., en í undantekningartilvikum er unnt að veita hærri styrki. 

Styrkir eru veittir þeim sem uppfylla skilyrði til að fá styrk samkvæmt mati ráðherra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert