Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald

Maðurinn var með lífshættulegt stungusár.
Maðurinn var með lífshættulegt stungusár. mbl.is

Karlmaður sem er grunaður um að hafa stungið annan mann í heimahúsi í Súðavík í gær hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Þetta staðfestir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við blaðamann mbl.is.

Maðurinn var leiddur fyrir dómara nýverið og var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Helgi kveðst ekki geta veitt nánari upplýsingar um málsatvik að svo stöddu en að rannsóknin sé á frumstigi.

Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning klukkan 23:50 í gærkvöldi um að karlmaður hafi verið stunginn í heimahúsi í Súðavík. Var hann með lífshættulegt stungusár sem þurfti að meðhöndla frekar en hann er nú kominn úr lífshættu.

Hann var fluttur með sjúkraflugvél á sjúkrahús í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert