Enn eru vegaframkvæmdir á Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut sem áttu að ljúka í nótt.
Ekki er búist við því að þeim ljúki fyrr en klukkan 7 en framkvæmdunum seinkar vegna bilana, að því er segir í tilkynningu frá framkvæmdaraðilum.
Stefnt var að því að að fræsa og malbika ramp frá Fífuhvammsvegi upp á Reykjanesbraut til austurs ásamt aðliggjandi akrein.
Reykjanesbraut ásamt rampinum yrði lokað á milli Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar meðan á framkvæmdum stendur.
Uppfært klukkan 7.18:
Vegaframkvæmdum á Reykjanesbraut seinkar enn frekar vegna bilana, að því er segir í tilkynningu.
Þó er búið að opna fyrir umferð um Reykjanesbraut framhjá framkvæmdasvæði en enn er lokað fyrir ramp upp á Breiðholtsbraut til austurs.
Búast má við umferðartöfum vegna þessa.