Velur sér alltaf lið sem er minnimáttar

Hrönn Sveinsdóttir.
Hrönn Sveinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það styttist óðum í fyrsta leik Evrópumóts karla í fótbolta en það verður haldið í Þýskalandi. Opnunarleikurinn verður á föstudaginn og myndast hefur mikil stemming fyrir mótinu hér á landi.  

Veitingastaðir og skemmtistaðir eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir stórmótið og ætla mörg fyrirtæki að sýna alla leikina og halda uppi góðri stemmingu. Sem dæmi um það eru Bíó Paradís, sportbarinn Geitin og Keiluhöllin.

Evrópumót karla í fóbolta verður haldið í Þýskalandi.
Evrópumót karla í fóbolta verður haldið í Þýskalandi. AFP/Alexandra Beier

Að sögn Hrannar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar, myndast alltaf mikil stemming hjá fólki þegar sýnt er frá stórmóti sem þessu.  

„Nú er svolítið langt síðan síðasta stórmót var en þegar við höfum gert þetta þá hefur þetta verið mjög vinsælt," segir Hrönn.

Vill lið sem kemur á óvart

Hún velur sér alltaf sitt uppáhaldslið þegar mótið er byrjað til þess að sjá hvaða lið er minnimáttar og nær að koma henni á óvart. 

„Það er alltaf svo skemmtilegt, bæði í íþróttum og leikjum, að halda með þeim sem eru minnimáttar og koma á óvart,“ segir Hrönn. „Yfirleitt þeir sem eiga ekki að eiga séns,“ bætir hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert