Vopnuð útköll næstum tífaldast

Árið 2013 voru vopnuð útköll sérsveitarinnar samtals 50 en til …
Árið 2013 voru vopnuð útköll sérsveitarinnar samtals 50 en til samanburðar voru þau orðin 461 á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vopnuð útköll sérsveitarinnar hafa næstum tífaldast á síðustu tíu árum samkvæmt skriflegu svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Árið 2013 voru vopnuð útköll sérsveitarinnar samtals 50 en til samanburðar voru þau orðin 461 á síðasta ári.

Á sama tíma hefur fjöldi útkalla þar sem almenn lögregla vopnast nær tvöfaldast frá því árið 2016. Á því ári voru tilvikin samtals 90 talsins en árið 2023 voru þau 180.

Aukinn vopnaburður almennings

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir í samtali við Morgunblaðið að líkleg skýring á fjölguninni sé aukinn vopnaburður almennings.

Segir hann lögreglu lengi hafa vakið athygli á þeirri þróun.

Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert