Ekki fengið ábendingar um sterku núðlurnar

Forstjóri Krónunnar segir fyrirtækinu ekki hafa borist ábendingar um núðlurnar.
Forstjóri Krónunnar segir fyrirtækinu ekki hafa borist ábendingar um núðlurnar. Samsett mynd/Samyang/Árni Sæberg

Forstjóri Krónunnar, Guðrún Aðalsteinsdóttir, segir fyrirtækið ekki hafa fengið ábendingar frá foreldrum eða fagaðilum um Buldak núðlurnar sem voru nýverið bannaðar í Danmörku.

Núðlurnar eru til sölu í versluninni, sem og hjá fleiri söluaðilum, en danska matvælaeftirlitið hefur innkallað núðlurnar úr sölu og segja vöruna innihalda hættulega mikið af efninu kap­saísín, sem má finna í eldpip­ar.  

Í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is segir Guðrún vöruna ekki nýja á Íslandi og lengi hafa verið fáanlega hjá öðrum söluaðilum en Krónunni. Viðskiptavinir Krónunnar hafi tekið vel í vöruna eftir að hún varð fáanleg í versluninni.

„Við fylgjumst með framvindu málsins og hvort íslensk stjórnvöld telji ástæðu til að kanna grundvöll viðbragða danskra yfirvalda,“ segir í svari Guðrúnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert