Grunur um mansal ástæða lögregluaðgerða

Gríska húsið við Laugaveg.
Gríska húsið við Laugaveg. Árni Sæberg

Þrír menn hafa verið handteknir í aðgerðum lögreglu við Gríska húsið á Laugavegi 35 í dag. 

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglunnar, í samtali við mbl.is.

Spurður hvort eigandi staðarins hafi verið handtekinn kveðst Grímur telja svo vera. Hann telur hina tvo vera starfsmenn veitingahússins.

„Það er bara verið að vinna í því að skoða aðild hvers og eins.

Ekki tengt vændisrannsókn

Hann segir sömuleiðis skoðun á leyfastöðu standa yfir og að starfsmenn Skattsins hafi einnig komið að aðgerðinni. Á annan tug manna hafi komið að aðgerðinni.

Aðspurður segir hann ekkert benda til tengingar á milli þessa máls og máls Quang Lé og fjölskyldu, né handtöku tveggja manna á nuddstofu í síðustu viku vegna gruns um mansal.

Hann segir málið ekki tengjast vændisrannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert