Handtaka á nuddstofu tengist ekki Quang Lé

Elín segir handtöku á nuddstofu ekki tengjast máli Davíðs Viðarsonar, …
Elín segir handtöku á nuddstofu ekki tengjast máli Davíðs Viðarsonar, áður Quang Lé. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson

Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á að gæsluvarðhald yfir Davíð Viðars­syni, áður Quang Lé, og fjölskyldu hans eftir helgi.

Gæsluvarðhald yfir Davíð gildir til 17. júní en gæsluvarðhald yfir unnustu hans og bróður til 18. júní. Hafa þre­menn­ing­arn­ir setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars eða í tæpar 15 vikur.

Að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er enn ýmislegt til skoðunar enda sé mikið af gögnum sem lögregla sé að fara yfir.

Lögregla réðst í yfirgripsmiklar aðgerðir tengdum viðskiptaveldi Davíð og er hann grunaður man­sal, pen­ingaþvætti, skipu­lagða brot­a­starf­semi og brot á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga.

Aðspurð segir hún handtöku tveggja manna á nuddstofu í síðustu viku, vegna gruns um mansal, ekki tengt máli Davíðs. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslu og segir Elín þá rannsókn enn á grunnstigi. 

Þá fengust einnig upplýsingar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að þrír hafi verið handteknir í heimahúsi í tengslum við mál Davíðs í aðgerðum lögreglu í maí. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert